Rennistigi af gerðinni 9700 hentar vel til að greiða för gangandi fólks á stórum, opnum svæðum þar sem flæði er jafnan mikið, svo sem á flugvöllum og jarðlesta- og járnbrautarstöðvum. Schindler 9700 rennistiginn bíður hönnuðum og arkitektum sveigjanleika við skipulagningu, svo og öryggi farþega í samræmi við kröfuhörðustu gæðastaðla, gangtíma og þjónustu.
Einkenni | Upplýsingar |
---|---|
Hámarks hækkun | 50 m í 1000 mm þrepabreidd |
Halli | 24.5 / 27.3 / 30 gráður |
Venjuleg þrep breidd | 600 / 800 / 1000 mm |
Schindler 9700 rennistiginn greiðir för fólks viðstöðulaust allan sólarhringinn í opinberum samgöngumiðstöðvum og með lágum rekstrarkostnaði. Hágæða íhlutir okkar eru í samræmi við hámarks kröfur yfirvalda samgöngumála um hraða og langtíma endingu. Það er daglegt brauð hjá þessum öfluga Schindler 9700 rennistiga að skila sínu án vandkvæða þrátt fyrir mikið álag.
Prýða má yfirbragð Schindler 9700 rennistigans með gegnsæju gleri, ryðfríu stáli eða samlokueiningum. Heildarbreiddin er lítil og því hentar hann í allar núverandi gryfjustærðir. Þess vegna er hann góður kostur til að setja í stað eldri rennistiga sem fyrir er, rennistiga sem er kominn til ára sinna og hefur ekki lengur getu til að skila sínu í mun meiri umferðarþunga en honum var ætlað í upphafi.
Schindler 9700 rennistiginn er byggður upp úr einingum. Þessar einingar má laga að hvaða gerð almenningssamgangna sem er svo þær fullnægi ítrustu kröfum sem gerðar eru. Drif, keðjur, brautir og undirbyggingu má sníða að þörfum kaupanda. Einingarnar eru í samræmi við ströngustu kröfur yfirvalda samgöngumála um hraða og endingartíma. Af þeim sökum eru þeir hentugir þar sem mjög hátt er á milli hæða.
Ef uppfæra þarf rennistigann til samræmis við nýjustu staðla og til að bjóða betri þjónustu og þægindi fyrir notendur má treysta búnaðinum frá Schindler.