Kostnaður vegna viðhalds, viðgerða og reksturs rennistiga getur farið vaxandi með tímanum. Ekki má loka augum fyrir sliti. Þegar þess verður vart þarf að endurnýja íhluti. Endurnýja má alla véla- og rafmagnsíhluti í búnaði Schindler svo þeir fari nákvæmlega saman við þann sem fyrir er.
Þegar öryggi er annars vegar eru aldrei neinar málamiðlanir. Allar aðgerðaráætlanir vegna endurnýjunar eru byggðar á nýjustu tækni í samræmi við innlenda og alþjóðlega staðla um öryggi eða gera jafnvel betur en að fullnægja þeim. Það er líka allra hagur að áhættan sé í lágmarki og öryggi þeirra sem búnaðinn nota ofar öllu.
Undanfarna áratugi hafa sérfræðingar Schindler þróað afar trausta rennistiga og göngubönd sem verið hafa í notkun um heim allan. Mikilli eftirspurn eftir þessum búnaði er ekki síst að þakka gæðum hans og góðri þjónustu þegar að viðhaldi kemur. Vegna þessa getur Schindler boðið úrval af þessum gerðum búnaðar í samræmi við ýtrustu kröfur um öryggi, hagkvæmni og þægindi.
Tækni sem treysta má, efniviður í háum gæðaflokki og vel þjálfað starfsfólk tryggir langan endingartíma. Jafnvel þótt bestu rennistigar og göngubönd fari að láta á sjá með árunum er ekki þar með sagt að þessi búnaður eigi að vera eins og skrapatól að sjá. Schindler hefur þróað aðgerðaráætlanir ef endurnýjunar er þörf og reyndar sérstaklega fyrir slíka stiga. Þær aðgerðir miða meðal annars að því að rennistigar og göngubönd fái nýja ásýnd og geti enn um langa tíð sparað fólki spor í dagsins önn og amstri, jafnvel hraðvirkari og traustari en fyrr.
Það er staðreynd að milljónir farþega sem fara um samgöngumiðstöðvar, m.a. um flugstöðvar, setja mark sitt á búnað sem þeim fylgir m.a. lyftur, rennistiga og göngubönd. Það er líka staðreynd að viðhorf og straumar í hönnun taka breytingum í áranna rás. Af þeirri ástæðu er ekki endilega sjálfsagt að endurnýja rennistiga, svo dæmi sé tekið, sem fyrir er með nýjum slíkum þegar hann þykir hafa glatað ljóma sínum. En það þarf ekki að vera rétta lausnin. Smáatriði í endurbótum geta gert gæfumuninn. Sérfræðingar Schindler geta séð til þess með fallegri hönnun að rennistigi sem farinn er að láta á sjá líti út sem nýr.
Markmið Schindler hefur verið að lækka kostnað og sýna umhverfinu virðingu um leið. Notkun nýrra umhverfisvænna efna gerir það að verkum að rennistigar okkar eru einkar hagstæðir í rekstri. Orkusparandi drif- og stjórnbúnaður er samverkandi þáttur. Rennistigar okkar eru hagstæðir í rekstri vegna nýrra umhverfisvænna efna sem notuð eru við gerð þeirra. Reksturinn er líka hagkvæmur vegna orkusparandi drif- og stjórnbúnaðar sem tryggir að vélrænir hlutir í rennistigum og gönguböndum endast lengur.
Nútímafærðu rúllustiga þína og göngutúra með uppfærðum íhlutum eða fullum endurnýjun. Hvor valkosturinn veitir aukinn áreiðanleika og öryggi fyrir viðskiptavini þína.