Schindler 5500 lyftan er samsett úr einingum og tekur þann eiginleika upp í nýjar hæðir að geta fengið á sig nýja ásýnd að innan og utan. Hún sameinar á einstakan hátt áreiðanleika í rekstri, sveigjanleika og hönnun sem auðvelt er að laga að kröfum sem gerðar eru í verslanahúsum og stórum íbúðarhúsum jafnt sem háhýsum. Lyftan er hönnuð fyrir notkun innanhús, gildir það einnig fyrir hurðir á hæðum. Hér er lausn sem hentar öllum.
Breyta má mælivíddum lyftuklefans, lengd, breidd eða hæð, til þess að hann geti þjónað sem best þörfum og óskum kaupanda. Schindler 5500 lyftan er sem sniðin fyrir þarfir allra. Með því að nýta rýmið sem best í stokki lyftunnar verður flæðið í húsinu með besta móti.
Njótið þess að líða hratt, hljóðlega og með mýkt milli hæða. Með nýrri tækni í burðarstrengjum og stjórnbúnaði verður hraðinn meiri og þar með afkastagetan. Þannig verður lyftuferðin eins ánægjuleg og kostur er.
Útlit lyftunnar og andrúmsloft í lyftuklefanum getur hver og einn skapað eftir eigin höfði. Schindler býður valkosti hvað þetta varðar, annars vegar lyftuklefa eftir stöðluðum teikningum og hins vegar klefa sem eru gerðir samkvæmt óskum kaupanda um útlit. Frá hagnýtu til hátísku.
Nýtir nýjustu tækni. Schindler 5500 lyftan losar minna kolefni með meiri orkunýtni – með drifum sem endurnýta orkuna - með endurnýjandi orkustýringu fyrir sjálfbæra starfsemi.
Við ákvörðun á stærð á stokk er best að hafa samband við okkur. Það þarf að taka tillit til brunahönnunar á húsnæðinu, ef farið er á milli brunahólfa þurfa hurðir að standast EN81-58, EI60.
Við ákvörðun á stærð á stokk er best að hafa samband við okkur. Það þarf að taka tillit til brunahönnunar á húsnæðinu, ef farið er á milli brunahólfa þurfa hurðir að standast EN81-58, EI60. Þar sem lyftuhurðir eru ekki reykþéttar þarf að hafa reyklúgu í þaki lyftustokks, til viðbótar við loftræstingu sem er 1% af flatarmáli stokks. Stokk þarf að mála í ljósum lit og gryfja þarf að vera lökkuð. Ef tvær lyftur eru saman, er best að hafa þær hlið við hlið og samstýrðar. Munið eftir rafstofni fyrir lyftu.
Burðargeta lyftu á að vera 1000 kg skv. byggingarreglugerð grein 6.4.12. Í byggingum sem eru átta hæðir eða hærri skulu vera minnst tvær lyftur með innanmál minnst 1,10 m x 2,1 m og burðargetu a.m.k. 1000 kg. Ef svo er, hafið stokka hlið við hlið (+ xxx mm fyrir bita). Ráðlagt er að skoða reglugerðina við hönnun á húsnæðinu.
Einkenni | Upplýsingar |
---|---|
Fjöldi lyfta í hóp (ZAG, stk) | 8, hægt að auka með Port áfangastaðarstýringu |
Burðargeta (GQ, kg) | 630 - 2500 kg |
Lyftihæð (HQ, m) | 150 max |
Hraði (VKN, m/s) | 1.0 - 3.0 m/s |
Hæðir (HE, stk) | 50 (60 hurðir) |
Klefahurðir (ZKE, stk) | 1 eða 2 (gegnumgeng) |
Klefabreidd (BK, mm) | 1000 - 2600 |
Klefalengd (TK, mm) | 1000 - 2700 |
Klefahæð (HK, mm) | 2200 - 3000 |
Hurðabreidd (BT, mm) | 800 - 1400 |
Hurðahæð (HT, mm) | 2000 - 2400 |
ES Ein hurð á klefa
ZS Tvær hurðir, gegnumgengur klefi
T2 Hliðaropnandi 2 blaða hurð
C2 Miðjuopnandi 2 blaða hurð
C4 Miðjuopnandi 4 blaða hurð
BT Hurðarbreidd
HSG Gryfjudýpt
HST Topphæð
Á þessari síðu eru teikningar í formi pdf og dwg skjala þær klefastærðir fyrir Schindler 5500 lyftur sem mest hefur verið óskað eftir til niðurhals. Með þessari lyftugerð er boðið upp á frelsi í hönnun á stærðum klefa, hurða og stokks. Ef þörf er á nánari upplýsingum um mál á lyftustokki eða lyftuhraða sem hentar best þörfum byggingarinnar hafið þá vinsamlegast samband við þjónustufulltrúa Schindler sem veitir einnig upplýsingar um önnur atriði ef eftir því er óskað.
Gefin eru lámarksmál á göngum, +50 mm er gott að hafa til öryggis.
Um það bil 80 af hundraði mengunar í heiminum er af völdum stórborga. Byggingar nýta 40 af hundraði allrar orku sem framleidd er. Til þess að lífvænlegt megi vera fyrir jarðarbúa um ókomin ár skiptir öllu máli að hvort tveggja sé vænt fyrir umhverfið. Schindler leggur fram sinn skerf til þess að borgarkjarnar megi verða sjálfbærari með lyftubúnaði af margvíslegu tagi sem sparar orku. Takmarkið er alger orkusparnaður hvað tölvustýringu varðar í hágæða lyftubúnaði. Schindler vill sjá umhverfisvænni hús og á að því leyti samleið með öllum notendum.
Schindler er þekkt fyrir framsýni í gerð lyftubúnaðar með orkusparnað í huga. Áður en lyftu er komið fyrir á sínum stað hefur flæði fólks um húsið verið kannað gaumgæfilega svo og hvert straumurinn liggur og notkunartíðnin. Með þessu móti má reikna út orkukostnað lyftunnar á næstu árum svo hún endist lengi með hámarks afköstum.
Lyftubúnaður Schindler er byggður með það fyrir augum að vera vænn við umhverfið. Nýja PORT áfangastaðastýringin sparar orku og þar með kostnað og engin notkun skaðlegra efna kemur umhverfinu líka til góða.
Um það bil 80 af hundraði af heildarumhverfisáhrifum hvers húss verða á mestu álagstímum. Með reglubundnu eftirliti lækkar þessi tala hjá Schindler lyftum. Þannig veldur lyftan ekki mengun, hún verður traustari og sparar orku. Eftirlits- og viðhaldsteymi okkar leggja líka sitt af mörkum. Leitast er við að hagræða eftirlitsleiðum til að minnka CO2 útblástur og tölvubúnaður kemur í stað notkunar á pappír í samskiptum manna á milli.
Það eykur öryggi og þægindi þeirra sem nota lyftu að færa hana í nútímalegra horf. Að auki verður orkusparnaður meiri. Til dæmis notar Schindler nýja LED lýsingu, bíður upp á PF1 drif sem endurnýta orku og stjórnbúnað sem gefur kost á biðstöðu. Með breytingum af þessu tagi í samvinnu við Schindler breytist gamla lyftan í nýja með orkusparandi búnaði.
Ef uppfæra þarf lyftuna til samræmis við nýjustu staðla og til að bjóða betri þjónustu og þægindi fyrir notendur má treysta búnaðinum frá Schindler.
PORT-tæknin umbyltir hugsun við bestun á umferðarflæði í gegnum byggingu og samtímis boðið er upp á persónulega þjónustu og aðgangsstýringu.
Schindler pakkarnir okkar eru hannaðir til að uppfæra lyftuna með ýmsum valkostum fyrir þægindi, aðgengileika eða hagkvæmni.