• Lyftur
    • Fólkslyftur
      • Schindler 3000

        Sveigjanleg lausn sem sameinar form og virkni. Fjölhæf lyfta sem hentar mörgum tegundum bygginga til notkunar innanhús.

      • Schindler 5000

        Schindler 5000 farþegalyftan samþættir nýjustu tækni til að ná styttri ferðatíma fyrir fleiri farþega með bestu ferðagæðum.

      • Schindler 5500

        Notkun og útlit tekið á næsta stig. Öflugar farþegalyftur fyrir atvinnuhúsnæði, verslanamiðstöðvar, hótel, skrifstofur, sjúkrahús og samgöngumiðstöðvar.

    • Vörulyftur og aðrar lyftur
      • Schindler 2400

        Ef þörf er fyrir mikla flutninga innanhúss, skiptir máli hvað lyftan er stór.

      • Schindler 2500

        Lyftur sem renna ljúflega milli hæða og af öryggi skipta höfuðmáli þegar í hlut á fólk í sjúkrarúmum eða í hjólastólum. Aðgengi í Schindler 2500 lyftuna og úr henni er án hindrana fyrir sjúklinga.

      • Schindler 2600

        Ef svo er hafa vöru- og fólkslyftur af gerðinni 2600 alla burði til að mæta þínum þörfum hvort sem er í vöruhúsnæði, verslanamiðstöðvum eða iðnaðarhúsnæði.

    • Endurnýjun
      • Schindler 3000 Plus

        Schindler 3000 Plus lyftan er hönnuð til að vera sveigjanleg og til að falla fullkomlega í þína byggingu.

      • Schindler 6500

        Schindler 6500 lyftunni fylgir nýjasta tækni áfangastaðastýringar sem greiðir leið og flýtir för þegar mikið liggur við.

      • Íhlutir og pakkalausnir

        Þarf lyftan uppfærslu að hluta? Íhluta-lausn Schindler býður upp á sveigjanlega og hraða afgreiðslu.

    • Áfangastaðastýring
      • PORT Technology

        PORT er bylting í þeirri tækni að hámarka flæði fólks um hús en að auki býður það persónulega þjónustu og aðgangsstýringu.

    • Pakkar
      • Aðgengi fyri alla!

        Okkar lyftur sem eru útbúnar Aðgengispakka (Easy Access package) veita öllum farþegum aðgengilega notkun, óháð mögulegri fötlun.

      • Fjölbýlishús

        Fjölbýlishúsapakkinn okkar hjálpar þér að gera húsið þitt að rólegu og velkomnu rými. Það veitir aukið öryggi, hönnun og hugarró þegar þú ferð með lyftunni.

      • Skrifstofur

        Skrifstofupakkinn okkar fyrir lyftur hjálpar til við vandamálalausar og skilvirkar flutningslausnir fyrir skrifstofubyggingar - og viðhalda þeim í toppstandi.

      • Þakíbúð

        Þakíbúðapakkinn fyrir lyftur eykur þægindi og öryggi sem gefur eigendum og gestum þeirra beinan aðgang að þakíbúðinni.

  • Rennistigar & göngubönd
    • Rennistigar
      • Schindler 9300

        Rennistiga af gerðinni Schindler 9300 má auðveldlega laga að kröfum byggingarnar. Einu gildir hvort um er að ræða verslanamiðstöð, bíóhús með mörgum sölum, safn, skóbúð eða samgöngumiðstöð.

      • Schindler 9700

        Rennistigi af gerðinni 9700 hentar vel til að greiða för gangandi fólks á stórum, opnum svæðum þar sem flæði er jafnan mikið, svo sem á flugvöllum og jarðlesta- og járnbrautarstöðvum.

    • Göngubönd
      • Schindler 9500AE hallandi

        Hallandi göngubandið Schindler 9500AE er hannað sérstaklega fyrir verslanamiðstöðvar. Á því má fara á hljóðlátan og notalegan hátt milli hæða og hvíla lúin bein á meðan.

      • Schindler 9500 lárétt

        Lárétta göngubandið Schindler 9500 er tilvalin lausn fyrir flutning allt að 150 metrum. Með þrepbreidd allt að 1400 mm, ...

    • Endurnýjun
      • Full útskipti

        Uppfærið eignina með því að endurnýja eldri búnað með nýjum byltingarkenndum Schindler 9300 eða Schindler 9700 rennistigum eða Schindler 9500 gönguböndum.

      • Inní grind

        Búnaður í rennistiga/göngubandi er fjarlægður, en grindinni er haldið. Nýr Schindler rennistigi eða gönguband er sett saman í núverandi grind.

      • Endurnýjunarsett

        Schindler býður endurnýjunarlausnir á öllum sviðum: öryggi, orkunýting og útlit, allt hannað til að uppfæra rennistigana þína og göngubrautir, á skjótan og auðveldan hátt.

  • Viðhaldsþjónusta
  • Starfsframi
    • Yfirlit
    • Hver erum við
      • Yfirlit

        Saman byggjum við framtíðina, höldum heiminum gangandi og gerum samfélög okkar aðgengileg og sjálfbær.

      • Okkar gildi

        Gildi okkar eru grunnurinn að öllu sem við gerum og gera okkur kleift að vera leiðandi á heimsvísu í lyftu- og rennistigaiðnaðinum.

      • Inngilding og fjölbreytni

        Viðvera okkar á heimsvísu veitir okkur aðgang að öllu sviði mannlegs fjölbreytileika – sem styrkir getu okkar til að aðlagast og í nýsköpun.

    • Af hverju Schindler
    • Vinnið og vaxið hjá Schindler
      • Fagleg þróun

        Lykillinn að því að viðhalda stoltri arfleifð svissneskrar verkfræði, áherslu á smáatriði og gæði er að tryggja að allt fólkið okkar - á öllum stigum - sé þjálfað og tilbúið.

      • Leiðtogavöxtur

        Við trúum eindregið á að hlúa að fyrirtækjamenningu stöðugrar þróunar og veita vettvang þar sem starfsmenn okkar geta dafnað.

      • Starfsferilsþróun

        Við setjum starfsferilsþróun í forgang, bjóðum upp á sérsniðnar leiðir til vaxtar og framfara. Kannið fjölbreyttar stöður, öðlist nýja færni og grípið tækifæri til framfara innan alþjóðlegrar stofnunar okkar.

    • Hverjum leitum við að
      • Nemendur og útskriftarnemar

        Uppgötvaðu fjölbreytt úrval möguleika okkar til iðnnáms og starfsnáms sem munu hefja feril þinn og styðja við faglegan vöxt.

      • Reyndir fagmenn

        Kannaðu tækifærin hjá okkur í ýmsum störfum, allt frá verkfræði, upplýsingatækni, sölu og markaðssetningu, til samskipta, fjármála, gæðastjórnunar og mannauðs, og byrjaðu blómlegan feril með okkur.

    • Opnar stöður
  • Einingar
  • Um okkur
  • Tengiliðir
Hannið

Schindler 5500

Notkun og útlit tekið á næsta stig. Öflugar farþegalyftur fyrir atvinnuhúsnæði, verslanamiðstöðvar, hótel, skrifstofur, sjúkrahús og samgöngumiðstöðvar. MRL (vélarrúmslaus) og MMR (mini vélarrúm). PORT aðgangsstýrikerfi er valmöguleiki.

Eins og sérsniðin

Schindler 5500 lyftan er samsett úr einingum og tekur þann eiginleika upp í nýjar hæðir að geta fengið á sig nýja ásýnd að innan og utan. Hún sameinar á einstakan hátt áreiðanleika í rekstri, sveigjanleika og hönnun sem auðvelt er að laga að kröfum sem gerðar eru í verslanahúsum og stórum íbúðarhúsum jafnt sem háhýsum. Lyftan er hönnuð fyrir notkun innanhús, gildir það einnig fyrir hurðir á hæðum. Hér er lausn sem hentar öllum.

Stokkur nýttur til fulls

Breyta má mælivíddum lyftuklefans, lengd, breidd eða hæð, til þess að hann geti þjónað sem best þörfum og óskum kaupanda. Schindler 5500 lyftan er sem sniðin fyrir þarfir allra. Með því að nýta rýmið sem best í stokki lyftunnar verður flæðið í húsinu með besta móti.

Há-klassa afköst

Njótið þess að líða hratt, hljóðlega og með mýkt milli hæða.  Með nýrri tækni í burðarstrengjum og stjórnbúnaði verður hraðinn meiri og þar með afkastagetan.  Þannig verður lyftuferðin eins ánægjuleg og kostur er.

Frelsi í útlitshönnun

Útlit lyftunnar og andrúmsloft í lyftuklefanum getur hver og einn skapað eftir eigin höfði. Schindler býður valkosti hvað þetta varðar, annars vegar lyftuklefa eftir stöðluðum teikningum og hins vegar klefa sem eru gerðir samkvæmt óskum kaupanda um útlit. Frá hagnýtu til hátísku.

Grænar ferðalausnir

Nýtir nýjustu tækni. Schindler 5500 lyftan losar minna kolefni með meiri orkunýtni – með drifum sem endurnýta orkuna - með endurnýjandi orkustýringu fyrir sjálfbæra starfsemi.

Stærðir á lyftu og stokk f. Schindler 5500

Við ákvörðun á stærð á stokk er best að hafa samband við okkur. Það þarf að taka tillit til brunahönnunar á húsnæðinu, ef farið er á milli brunahólfa þurfa hurðir að standast EN81-58, EI60.

Ráðgjöf

Við ákvörðun á stærð á stokk er best að hafa samband við okkur. Það þarf að taka tillit til brunahönnunar á húsnæðinu, ef farið er á milli brunahólfa þurfa hurðir að standast EN81-58, EI60. Þar sem lyftuhurðir eru ekki reykþéttar þarf að hafa reyklúgu í þaki lyftustokks, til viðbótar við loftræstingu sem er 1% af flatarmáli stokks. Stokk þarf að mála í ljósum lit og gryfja þarf að vera lökkuð. Ef tvær lyftur eru saman, er best að hafa þær hlið við hlið og samstýrðar. Munið eftir rafstofni fyrir lyftu.

Byggingarreglugerð

Burðargeta lyftu á að vera 1000 kg skv. byggingarreglugerð grein 6.4.12. Í byggingum sem eru átta hæðir eða hærri skulu vera minnst tvær lyftur með innanmál minnst 1,10 m x 2,1 m og burðargetu a.m.k. 1000 kg. Ef svo er, hafið stokka hlið við hlið (+ xxx mm fyrir bita). Ráðlagt er að skoða reglugerðina við hönnun á húsnæðinu.

Byggingarreglugerð ➝


Lykiltölur

EinkenniUpplýsingar
Fjöldi lyfta í hóp (ZAG, stk)8, hægt að auka með Port áfangastaðarstýringu
Burðargeta (GQ, kg)
630 - 2500 kg
Lyftihæð (HQ, m)
150 max
Hraði (VKN, m/s)
1.0 - 3.0 m/s
Hæðir (HE, stk)
50 (60 hurðir)
Klefahurðir (ZKE, stk)1 eða 2 (gegnumgeng)
Klefabreidd (BK, mm)1000 - 2600
Klefalengd (TK, mm)1000 - 2700
Klefahæð (HK, mm)2200 - 3000
Hurðabreidd (BT, mm)800 - 1400
Hurðahæð (HT, mm)2000 - 2400

Skammstafanir

ES  Ein hurð á klefa
ZS Tvær hurðir, gegnumgengur klefi
T2 Hliðaropnandi 2 blaða hurð
C2 Miðjuopnandi 2 blaða hurð
C4 Miðjuopnandi 4 blaða hurð
BT Hurðarbreidd
HSG Gryfjudýpt
HST Topphæð

Næstum allt er mögulegt

Á þessari síðu eru teikningar í formi pdf og dwg skjala þær klefastærðir fyrir Schindler 5500 lyftur sem mest hefur verið óskað eftir til niðurhals. Með þessari lyftugerð er boðið upp á frelsi í hönnun á stærðum klefa, hurða og stokks. Ef þörf er á nánari upplýsingum um mál á lyftustokki eða lyftuhraða sem hentar best þörfum byggingarinnar hafið þá vinsamlegast samband við þjónustufulltrúa Schindler sem veitir einnig upplýsingar um önnur atriði ef eftir því er óskað.

Gefin eru lámarksmál á göngum, +50 mm er gott að hafa til öryggis.

Umhverfisvænar ferðalausnir – sjálfbær tækni

Um það bil 80 af hundraði mengunar í heiminum er af völdum stórborga. Byggingar nýta 40 af hundraði allrar orku sem framleidd er. Til þess að lífvænlegt megi vera fyrir jarðarbúa um ókomin ár skiptir öllu máli að hvort tveggja sé vænt fyrir umhverfið. Schindler leggur fram sinn skerf til þess að borgarkjarnar megi verða sjálfbærari með lyftubúnaði af margvíslegu tagi sem sparar orku. Takmarkið er alger orkusparnaður hvað tölvustýringu varðar í hágæða lyftubúnaði. Schindler vill sjá umhverfisvænni hús og á að því leyti samleið með öllum notendum.

Að skipuleggja í dag til að spara á morgun

Schindler er þekkt fyrir framsýni í gerð lyftubúnaðar með orkusparnað í huga. Áður en lyftu er komið fyrir á sínum stað hefur flæði fólks um húsið verið kannað gaumgæfilega svo og hvert straumurinn liggur og notkunartíðnin. Með þessu móti má reikna út orkukostnað lyftunnar á næstu árum svo hún endist lengi með hámarks afköstum.

Umhverfisvæn tækni

Lyftubúnaður Schindler er byggður með það fyrir augum að vera vænn við umhverfið. Nýja PORT áfangastaðastýringin sparar orku og þar með kostnað og engin notkun skaðlegra efna kemur umhverfinu líka til góða.

Sjálfbærni á ferðinni á degi hverjum

Um það bil 80 af hundraði af heildarumhverfisáhrifum hvers húss verða á mestu álagstímum. Með reglubundnu eftirliti lækkar þessi tala hjá Schindler lyftum. Þannig veldur lyftan ekki mengun, hún verður traustari og sparar orku. Eftirlits- og viðhaldsteymi okkar leggja líka sitt af mörkum. Leitast er við að hagræða eftirlitsleiðum til að minnka CO2 útblástur og tölvubúnaður kemur í stað notkunar á pappír í samskiptum manna á milli.

Hið gamla verður grænt

Það eykur öryggi og þægindi þeirra sem nota lyftu að færa hana í nútímalegra horf. Að auki verður orkusparnaður meiri. Til dæmis notar Schindler nýja LED lýsingu, bíður upp á PF1 drif sem endurnýta orku og stjórnbúnað sem gefur kost á biðstöðu. Með breytingum af þessu tagi í samvinnu við Schindler breytist gamla lyftan í nýja með orkusparandi búnaði.


Niðurhal

Skipulagning og hönnun

Búið til fullkomna lausn fyrir bygginguna. Skipuleggið og hannið lyftuna eða rennistigann á mínútum með vefhönnunarverkfærinu okkar sem er auðvelt í notkun.

Uppfærðu lyftuna þína

Endurnýjun

Ef uppfæra þarf lyftuna til samræmis við nýjustu staðla og til að bjóða betri þjónustu og þægindi fyrir notendur má treysta búnaðinum frá Schindler.

Áfangastaðastýring

PORT-tæknin umbyltir hugsun við bestun á umferðarflæði í gegnum byggingu og samtímis boðið er upp á persónulega þjónustu og aðgangsstýringu.

Pakkar

Schindler pakkarnir okkar eru hannaðir til að uppfæra lyftuna með ýmsum valkostum fyrir þægindi, aðgengileika eða hagkvæmni.