Schindler 5000 samþættir nýjustu tækni til að ná skemmri biðtíma og ná fleiri farþegum með bestu ferðagæðum, svissnesk hönnun til yfirburða. Og við veljum alla Schindler 5000 íhluti og efni til að uppfylla markmið fyrir vistvænt hljóðstig, sem og fyrir afköst og endingu.
Schindler 5000 býður frábæra ferðareynslu fyrir farþega, með bættum stöðugleika og lækkuðu hávaðastigi, allt á miklum hraða og ferðahæð að 210 metrrum.
Lyftan er svissnesk hönnun, samsett úr íhlutaeiningum í hæstu gæðum sem gera Schindler 5000 kleift á auðveldan hátt að meðhöndla byrðar að 2600 kg, aukinn hraða að 4 m/s, og lyftihæð að 210 metrum.
Nýir og uppfærðir íhlutir, auk sveigjanlegrar og sterkrar uppbyggingar á Schindler 5000, leiðir til verulega lækkaðs hljóðstigs og titrings fyrir bestu ferðareynslu.
Schindler 5000 samþættir nýjustu tækni og mestu efnisgæði til að ná styttri ferðatíma, og betri afköstum fyrir fleiri farþega – allt með mestu ferðagæðum og meiri áreiðanleika.
Við útbjuggum Schindler 5000 með endurnýtingu á raforku (Regenerative) sem er hönnuð til að minnka ferðaorku um 30% í samanburði við hvaða venjulegu tækni sem er þegar til.
Einkenni | Upplýsingar |
---|---|
Burðargeta | 630 - 2600 kg |
Lyftihæð | Að 210 m |
Stopp | Hám. 60 stopp |
Hraði | 1,0 - 4,0 m/s |
Drifkerfi | Vélarrýmislaus eða með minna vélarrými, umhverfisvæn endurnýtingardrifstækni, tíðni stýrð |
Hópstærð | Allt að 8 klefar |
Inngangar | Eins eða tveggja hliða |
Innréttingar | Fjórar fullar hönnunarlínur til að bæta innréttingar byggingarinnar eða valfrjáls hönnun með valkosti um einfaldan lyftuklefa eða glerveggi og hurðir |
Nýja sérsníðanlega vörulínan er hönnuð til að sameina stærðir klefa, tækni og sveigjanlega valkosti til að bæta bygginguna þína. Schindler 5000 mun láta bygginguna þína virka á skilvirkari hátt og nýta stokkrými með frábærum búnaði.
Fáðu bjartan og þægilegan lyftuklefa með þessari sterkbyggðu hönnunarlínu. Ferskir litir, endingargóðir fylgihlutir og val um fimm mismunandi gólfefni gera Navona að góðum kosti fyrir íbúðarhúsnæði. Ryðfrítt stál er einnig í boði fyrir hliðar- og bakveggi.
Nútímaútlit. Veljið úr heitum eða köldum litum eða sameinið til að bæta andstæður fyrir aukna dýpt. Times Square bætir sérstökum eiginleikum við almennings-, verslunar- eða íbúðarhúsnæði.
Glæsilegt útlit. Viðar- og vefnaðarlag eða bakhliðamálaðir glerveggir fyrir ríkulegan nútímalegan hátt. Eða lúxustilfinning með ryðfríu stáli í sjö mismunandi útlitum eða skrautgleri. Samsvarandi lýsing gerir gæfumuninn í fágun Park Avenue.
Setjum markið hátt fyrir farþega á áberandi stöðum líkt og hótelum, klúbbum og á veitingastöðum. Samsetning hágæðaefnis, heillandi snið og grípandi litatónar gera þennan lyftuklefa að einstakri reynslu. Gerðu lyftuna þína að þínu sviði.
Linea 100 býður hagnýta hönnun í ryðfríu stáli. Samþættur hvítur glerskjár kemur með stórum auðlesanlegum hæðavísi með LED-ljósamótum. Þrýstihnappar hafa skýra rauða lýsingu þegar kall er skráð.
Þægindi hefðbundna notendaviðmótsins umbreytt í snertihnappa. Nútímaleg hönnun er í gleri sem veitir viðnám með ljósvísi til að gefa merki fyrir allar aðgerðir, og ljósamót birtist með stórum, auðlesanlegum rauðum LED-ljósum.
Hærri gæði í notendaviðmóti til að bæta útlit lyftunnar, með hugsýnni, hagnýtri hönnun. Skjárinn er í svörtu gleri með hnappa staðsetta á fáguðu svörtu ryðfríu stáli eða á hvítum glerskjá með ryðfríum stállit og svörtum hnöppum.
Nýja Linea 800 SmartTouch veitir sérstakt viðmót sem hefur mikil áhrif á upplifun farþeganna. Með HD snertiskjám breytir nútímalega spegilglersstjórnborðið samskiptum notanda við lyftuna í einstaka, sjónræna reynslu. Að fá innihaldið á skjáina er auðvelt og áhrifaríkt með vefstýrðu upplýsingakerfi.
Speglar auka skynjun á rými, dýpt og þægindum í lyftum - og veita nauðsynlega þjónustu fyrir farþega. Lyftuna er hægt að hafa með spegli úr öryggisgleri í fullri hæð eða hálfri hæð í hliðinni eða bakhlið lyftuklefans.
Handrið færa öryggistilfinningu. Ryðfríu stálhandrið Schindler eru hönnuð til að blandast í innréttingu lyftuklefa, snið og innréttingar og er hægt að setja upp á báðar hliðar og bakhlið. Til í sveigðum, beinum, beinum með sveigðum endum og samhangandi á 3 hliðar.
Hvernig lyftuhönnunin fer saman við bygginguna getur bætt viðbrögð notenda við heildarskreytingu byggingarinnar. Við bjóðum upp á marga liti til að hjálpa þér að leysa úr læðingi alla mögulega hönnun byggingarinnar.
Hannað til að vernda veggi lyftuklefans og útlit, eru árekstrarvarnir Schindler til að varna skemmdum boðin í ýmsum hæðum og í ryðfríu stáli, PVC eða harðvið.
Njótið góðs af verkfærum okkar, lausnum og síðustu nýjungum til að styðja við þig í gegnum allan endingartíma lyftunnar. Frá áætlun til rekstrar, hönnum við lyfturnar okkar til að nota nýjustu tækni.
Með einungis nokkrum smellum geturðu hannað nákvæmlega réttu lyftuna fyrir bygginguna þína. Vefverkfærið okkar Plan & Design veitir meðmæli, ítarlegar vöruskilgreiningar og nákvæmar byggingarteikningar.
Nýja uppsetningarkerfið okkar INEX (Installation Excellence) minnkar undirbúning uppsetningar og aðföng fyrir viðskiptavini okkar, sem og bætir öryggi og skilvirkni á staðnum.
CLIMB lyftan sameinar öruggari og hraðari uppsetningu leiðara með skilvirkum flutningum fólks og efnis um staðinn.
Sjálfvirka vélmennakerfið okkar sem klifrar sjálft - Robotic Installation System for Elevators (Schindler R.I.S.E) - mun bæta öryggi og hraða uppsetningar á meðan öryggi er haldið á staðnum í nánustu framtíð.
Allar nýju lyfturnar okkar koma að fullu búnar fyrir Schindler Ahead - okkar IoT (Internet of Things) þjónustu. * ekki Ísland Með Schindler Ahead, tryggjum við að viðskiptavinir okkar geti stigið á öruggan hátt í stafræna tíma.
Allar Schindler 5000 lyftur eru að fullu tilbúnar fyrir okkar PORT tækni, með öllum kostum á styttri ferðatíma í lyftum, meiri afkastagetu og möguleikanum á heildaröryggi byggingar og sérsniðnum persónulegum aðgangi. PORT gerir byggingar meira aðlaðandi, skilvirkari og verðmætari.
Schindler umbylti lyftuiðnaðinum með PORT ákvörðunarstaðarstýringu. Sérstaklega ætlað stórum hópum af samstýrðum lyftum í atvinnuhúsnæði þar sem er mikil umferð, getur PORT aukið afkastagetuna og stytt ferðatíma - allt að 35%.
PORT minnkar hópamyndun bæði í anddyri og í lyftuklefanum, með því að setja saman farþega sem ferðast á sömu hæðirnar. Nú bjóða PORT að fullu samþættan byggingaraðgang og aðgang að myPORT – lyftustýringu og aðgangsstýringu innan byggingarinnar með snjallsímanum.
Með myPORT, er hnökralaus ferð í um bygginguna fljótleg, örugg og þægileg – þú notar einfaldlega snjallsímann til að opna hurðir og kalla í lyftur. myPORT notendur geta stýrt og stofnað stafræn boð (SMS) eða notað símtækin sem mynddyrasíma til að tala beint við gesti. Notendavænu, séraðlaganlegu eiginleika myPORT er hægt að laga að atvinnu- og íbúðarhúsnæði.
PORT aðgangur er byltingarkennd aðgangsstýringarlausn fyrir atvinnu- og íbúðarhúsnæði, og býður upp á að fullu samþættan hreyfanleika - starfsmenn og gestir ferðast á öruggan og þægilegan hátt frá inngangi að ákvörðunarstað í gegnum net af PORT stjórnstöðvum. PORT stjórnstöðvar styðja myPORT.
Sjálfbærnistefna Schindler er skuldbinding okkar til að halda áfram að bæta umhverfisleg áhrif af vörum okkar og þjónustu í gegnum allan líftíma þeirra. Schindler 5000 farþegalyftan er að fullu forhönnuð vara sem allir hlutar eru fullkomlega lagaðir að, sem sparar bæði tíma og orku.
Endurnýjunardrifstækni, LED-lýsing og biðhamur á meðan beðið er, eru staðlaðir umhverfisvænir eiginleikar í öllum Schindler 5000 lyftum, sem hjálpar til við að ná besta orkunýtingarmati samkvæmt ISO-staðli 25745-2*.
Til að veita innsýn í vistvæna frammistöðu lyftanna okkar á líftíma þeirra veitum við umhverfisyfirlýsingar vara (EPD). Schindler hefur skráð umhverfisyfirlýsingu vöru (EPD) í "Alþjóðlega EPD® kerfið" fyrir allar aðal lyftuvörulínur, og tekið þannig mikilvægt skref áfram við mat á umhverfisframmistöðu vara, og undirstrikað þannig samfellda viðleitni okkar í átt að sjálfbærum lausnum.
*Flokkunin vísar alltaf til sérstakrar notkunar viðskiptavina. Notkunarmynstur, hleðslugeta, sérstakir valkostir viðskiptavinar og staðaraðstæður hafa áhrif á lokamatið.
Ef uppfæra þarf lyftuna til samræmis við nýjustu staðla og til að bjóða betri þjónustu og þægindi fyrir notendur má treysta búnaðinum frá Schindler.
PORT-tæknin umbyltir hugsun við bestun á umferðarflæði í gegnum byggingu og samtímis boðið er upp á persónulega þjónustu og aðgangsstýringu.
Schindler pakkarnir okkar eru hannaðir til að uppfæra lyftuna með ýmsum valkostum fyrir þægindi, aðgengileika eða hagkvæmni.