Schindler 3000 Plus er gerð til að vera sveigjanleg á allan hátt og passa fullkomlega í húsið þitt. Sérsniðin að fjölbreyttum byggingum í hvaða umhverfi sem er í þéttbýli mun það veita húsinu þínu nýtt líf og auka gildi þess og virkni. Veldu úr mörgum útfærslum, litum og valmöguleikum til að finna bestu mögulegu samsvörun fyrir bygginguna þína.
Sambland af sér hönnuðum íhlutum og sveigjanleika þar sem þess er þörf, tryggir að auðvelt er að aðlaga eftir núverandi byggingum og veitir þægilegan, hljóðlátan og hagkvæman rekstur. Nýjasta tækni tryggir framúrskarandi orkunýtni og lágmarks umhverfisáhrif.
Hraðastýring með breytilegri tíðni tryggir fullkomna orkustjórnun á drifmótor og hurðadrifi, lengir endingartíma íhluta og eykur orkunýtni. Léttur og endingargóður upphengibúnaður (STM) minnka orkuþörf og hljóð og víbring í klefa.
Schindler 3000 Plus er forhönnuð til að passa fullkomlega í eldri byggingar. Aðlaganlegar klefastærðir í núverandi lyftustokka, með fjölbreyttum útfærslum á hurðum og millimeters nákvæmni í staðsetningu koma í veg fyrir breytingu á hurðagötum á hæðum. Þá ræður lyftan við mismundi gryfjudýpt og topphæðir og tryggir þar með snögga uppsetningu.
Schindler 3000 Plus lyftan er útbúin með drifbúnaði með endurnýtanlegri orkustýringu. Hún felur í sér 30% orkusparnað miðað við hefðbundinn búnað.
Bætt orkunýting er ómissandi þáttur til að draga úr umhverfisáhrifum á lyftum og þeim byggingum sem þær þjóna. Orkusparandi drifbúnaður með endurnýtingu, LED lýsingarbúnaður og stýring í biðstöðu þegar lyfturnar eru ekki í notkun, eru vistvænn staðalbúnaður í öllum Schindler 3000 Plus lyftum. Það grerir það mögulegt að ná hæsta orkunýtingarstigi: A-flokki (ISO 25745-2)*.
*Flokkun er alltaf háð sérstökum stillingum fyrir hvern viðskiptavin. Notkun, burðargeta, sérstakur aukabúnaður og aðstæður í byggingum hafa áhrif á endanlegt mat.
Einkenni | Upplýsingar |
---|---|
Burðargeta | 320 - 1350 kg |
Lyftihæðt | Up to 70 m |
Hæðafjöldi | Max 24 stops |
Hraði | 1.0 - 1.6 m/s |
Drifbúnaður | Endurnýtanleg orka (regenarative) |
Schindler 3000 Plus býður framúrskarandi sveigjanleika hvað varðar stærðir á klefa, hurðum og lyftustokksmálum. Með minni rýmisþörf fyrir íhluti eykst stærð klefans og þægindi fyrir farþega.
Allur aðal drif-, tog- og stjórnbúnaður er inni í lyftustokknum, sem gerir gamla vélarrúmið nothæft í aðra notkun eða til að láta lyftuna ganga upp á efstu hæð. Þökk sé nettum gírlausum búnaði er hægt að setja stærri klefa í núverandi stokkrými.
Lyftan er hönnuð með öryggisbúnaði fyrir lága topphæð til að geta nýtt núverandi topphæð með fullu öryggi.
Lyftan er með öryggisbúnaði sem gerir okkur kleyft að setja lyftu í stokk með grunnri gryfju.
Schindler 3000 Plus býður uppá að aðlaga stærð lyftuklefans með 10 mm bili í breidd frá 760 mm upp í 1600 mm og lengd frá 900 mm upp í 2400 mm. Klefahæð allt að 2400 mm. Hurðir er hægt að staðsetja með 1 millimeters nákvæmni. Hurðir eru með 50 mm bili í breidd frá 750 mm í 1100 mm og 100 mm í hæð frá 2000 mm til 2300 mm.
Með upphengibúnaði Schindler (STM) verður ferðin hljóðlátari og mýkri án nokkurrar olíu eða smurefnis. STM sparar líka lyftustokkspláss þar sem mótor og drifhjól er minna – 70% minna en í dæmigerðri lyftu.
Stýring- og skoðunarbúnaður Schindler 3000 Plus er innbyggður í staðlaðan hurðarkarm eða framhlið oftast á efstu hæð. Þessi lausn einfaldar uppsetningu lyftunnar, veitir auðvelt aðgengi og sparar rými.
Hurðabreidd er boðin í 50 mm skrefum frá 600 mm upp í 1400 mm, í hæð frá 2000 mm upp í 2300 mm í 100 mm skrefum, 2 blaða hliðaropnandi (T2) eða miðjuopnandi tveggja (C2) eða 4 blaða (C4), með einni eða tveim klefahurðum (gegnumgeng). Í sérstökum tilfellum er hægt að fá samhverf eða ósamhverf hurðablöð (C4).
Eftir stærð steinops er val um std. karma eða ef opið er á milli veggja er hægt að fá framhliðar.
Lyftuklefinn verður bjartur og þægilegur með þessari kraftmiklu hönnunarlínu. Þökk sé líflegri litapallettu, endingargóðum aukabúnaði og fimm tegundum gólfefna hentar Navona íbúðarhúsum einstaklega vel. Kostur er á ryðfríu stáli í bak- og hliðarveggi.
Lyftan fær á sig ferskt og nútímalegt yfirbragð með hlýjum eða svölum litatónum. Með því að tefla þeim saman öðlast lyftan aukna dýpt. Hurðar og veggir úr gleri auka birtuflæði og andrými. Leyfðu eigin smekk að ráða ferðinni og hannaðu klefann frá grunni. Times Square setur sterkan svip á hvaða byggingu sem er – almenningsrými og verslanir jafnt sem íbúðarhúsg.
Einstaklega fáguð og glæsileg hönnunarleið. Viðarlíki og harðplast með sérstakri áferð og bakmálaðir glerveggir ljá lyftunni nútímalegt útlit. Ryðfrítt stál, fáanlegt í sjö mismunandi áferðum, og skrautgler auka á lúxusinn. Samræmd lýsing fullkomnar útlitiðt.
Linea 100 er hagnýt hönnun úr ryðfríu stáli. Hæðaljósið er umlukið hvítu gleri og með stóru auðlæsu LED punktaletri. Kallhnappar eru með rauðu kvittljósi til að gefa til kynna að kall sé móttekið.
Við bjóðum alltaf hnappabúnað fyrir farþega með fötlun. Það innifelur auðsjáanlegri hnappa með reistu letri, þeir eru stærri og einnig hægt að fá XL sem auka hnappaborð. Það hjálpar þeim sem eru sjónskertir og eldri notendum.
Háklassa notendaviðmót þar sem hönnunin sameinar þægindi og skilvirkni. Skjárinn er úr svörtu gleri með hnappa úr svörtu ryðfríu stáli, eða þá hvítur með hnappaborði úr hefðbundnu ryðfríu stáli.
Nýja PORT kallkerfið okkar gerir bygginguna greindari. Við bjóðum línu PORT stjórnborða sem auka umferðarflæði með ýmsum valkostum. Þau eru rómuð um allan heim fyrir notagildi, glæsileika og stílhreint útlit.
Speglar auka rýmistilfinningu og þægindi. Schindler býður upp á fullrar hæðar eða hálfrar hæðar spegla úr öryggisgleri á hliðar og/eða bakveggi klefans.Skv. EN81-70 skal vera spegill á bakvegg eða litlir baksýnisspeglar við loft fyrir hjólastólanotendur til að bakka út úr lyftunni.
Schindler 3000 býður upp á handrið úr ryðfríu burstuðu stáli með beygðum endum sem uppfylla EN81-70 staðalinn, Aðgengi fyrir alla! Hægt er að velja um eina, tvær eða þrjár hliðar.
Samspil hönnunar lyftu og byggingar hefur áhrif á upplifun íbúa. Við bjóðum mikið úrval lita sem tryggja gott samræmi.
Árekstrarvörn Schindler er hönnuð til að vernda veggi lyftunnar og fallegt útlit innréttingarinnar. Hún er fáanleg í mismunandi hæðum, úr ryðfríu stáli, PVC eða við.
Leyfið tækjabúnaði okkar, lausnum og nýsköpun að þjóna ykkur allan líftíma lyftunnar. Við hönnun þeirra notumst við ávallt við hátæknilausnir, allt frá fyrstu skipulagningu til reksturs.
Allar lyftur koma með GSM neyðarsímabúnaði sem tengist beint á bakvakt. Síminn tengist sjálfvirkt á 72 stunda fresti við netþjón sem lætur vita ef samband næst ekki. Uppfyllum EN81-28 lyftustaðalinn.
Nýja INEX (Installation Excellence) kerfið okkar sparar viðskiptavinum ekki einungis undirbúningstíma framkvæmda og efni heldur eykur einnig öryggi og skilvirkni á uppsetningarstað.
Allar nýjar lyftur okkar eru lagaðar að Schindler Ahead – IoT (Internet of Things) þjónustuframboði okkar. Með Schindler Ahead gerum við viðskiptavinum okkar kleift að stíga af öryggi inn í stafræna tíma.
*Ekki boði á Íslandi enn sem komið er
Ef uppfæra þarf lyftuna til samræmis við nýjustu staðla og til að bjóða betri þjónustu og þægindi fyrir notendur má treysta búnaðinum frá Schindler.
PORT-tæknin umbyltir hugsun við bestun á umferðarflæði í gegnum byggingu og samtímis boðið er upp á persónulega þjónustu og aðgangsstýringu.
Schindler pakkarnir okkar eru hannaðir til að uppfæra lyftuna með ýmsum valkostum fyrir þægindi, aðgengileika eða hagkvæmni.