Er lyftan komin til ára sinna? Þarf að skipta út einstaka hlutum eða heilum kerfum? Ef sú er raunin munu sérfræðingar Schindler - ef eftir því er leitað - meta hvað sé hagkvæmt sé litið til tæknilegra þátta og ekki síður hver kostnaður muni verða. Uppfyllir nýja lyftustaðalinn EN81-20.
Endurnýjunarsérfræðingar Schindler geta hjálpað þér að ákvarða hvenær, hvernig og hvað á að endurnýja í lyftunni þinni. Starfsmenn okkar hafa þekkingu og langtíma reynslu til að aðstoða þig í að taka rétta ákvörðun. Við þekkjum lyftuna og við vitum hvað hentar miðað við notkun. Schindler getur skipt um stærri búnaði eða einstaka hluti. Við getum boðið nýja pakkalausn eða sett upp alveg nýjan búnað.
Oft er spurt hvort hætta eigi með öllu að nota lyftu sem telja megi að sé úr sér gengin og skipta henni út fyrir nýja. Og hvort slíkt kalli ekki á sérsmíðaða lyftu í staðinn. Þessu er til að svara að forhannaðar lyftur frá Schindler gætu verið lausnin. Með því væri nýjustu kröfum um öryggi fullnægt og nýting orku yrði betri. Schindler getur boðið lyftur af ýmsu tagi í allar gerðir bygginga, í íbúðarhús, stór og smá, sem og stór mannvirki sem fjöldi fólks fer um dag hvern.
Við getum skipt um allan búnaðinn sé þess óskað. Við getum líka endurnýjað tiltekinn hluta. Með endurnýjun á búnaðinum frá Schindler, munt þú auka verðgildi byggingarinnar. Sérfræðingar hjá Schindler veita líka ráðgjöf. Þeir geta aðstoðað við að ákveða hvenær, hvernig og hvað þarf endurnýjunar við vegna lyftunnar.