Enn einu sinni býður Schindler stjórnbúnað sem hraðar flæði fólks og skilvirkni, sem byggir á nýjustu tölvutækni. PORT er bylting í þeirri tækni að hámarka flæði fólks um hús en að auki býður það persónulega þjónustu og aðgangsstýringu.
Schindler PORT má fá með lyftum af gerðunum 2400, 2500, 2600, 3000 og 5500 fyrir meðalhá hús og háhýsi. Það er líka í boði ef endurnýja á lyftubúnað sem fyrir er til nútímahorfs, hvort sem hann er frá Schindler eða öðrum framleiðanda.
Laga má aðgangsstýringu og öryggiskerfi húsa að Schindler PORT. Notandinn ber aðgangskort með forrituðum upplýsingum að aðgangslesara Schindler PORT, hjarta kerfisins, á stórum og glæsilegum snertiskjá, við inngang eða hjá lyftunni og velur fljótlegustu leiðina á áfangastaðinn. Þá fær hann lyftu sem veit hvert hann ætlar að fara og fer stystu leiðina. Með því að flokka saman fólk sem býr eða starfar (eða gistir ef um hótel er að ræða) á sömu hæð fækkar Schindler PORT viðkomustöðum á öðrum hæðum á leiðinni á áfangastað og með því móti verður skilvirkni meiri.
Með skiptingu notenda í hópa eins og að ofan greinir verður þörfin fyrir lyftunotkun minni og þar af leiðandi verður til meira rými fyrir húseigendur til annarra nota. Með Schindler PORT má líka spara mikla orku því að nýting í lyftunum sem eru í notkun verður að sjálfsögðu mun betri með hinum fjarstýrða búnaði. Schindler PORT má setja upp hvar sem er, jafnvel þó að lyftukerfið sé ekki frá Schindler.
Schindler PORT styður einnig persónulegt upplýsingakerfi sem býður upp á sérsniðnar upplýsingar eða afþreyingu fyrir farþega. Í neyðartilvikum má með Schindler PORT koma boðum til skila, m.a. um það hvernig fara skuli úr lyftunum. Bent er á flótta- og útgönguleiðir og aðrar leiðbeiningar gefnar. Stöðva ber lyftuklefann við einhverja hæðina svo allir komist út. Þannig má komast hjá því að lyftan verði ofhlaðin en það er mikilvægur þáttur í því að allir geti haldið ró sinni.