Lyfturnar okkar og rennistigar koma farþegum á öruggan, hljóðlátan, skilvirkan og þægilegan hátt til skrifstofa sinna, sem er eitthvað sem notendur þínir geta gengið að vísu.
Skilvirkur og jafn hreyfanleiki í atvinnuhúsnæði er áskorun - og nauðsyn, sérstaklega á háannatíma og lágannatíma. Nýjasta gerð áfangarstaðastýringar, PORT-tæknin umbyltir bestun á umferðarflæði í gegnum byggingu á meðan boðið er upp á persónulega þjónustu og aðgangsstýringu.
Nýjasta stýritækni við endurnýtingu á raforku er hönnuð til að minnka ferðaorku um 30% í samanburði við hefðbundna tækni.
Verkfærið okkar TrafficVision líkir eftir umferðarmynstri í byggingunni í hönnunarferlinu, löngu áður en bygging hefst. Með því að bera kennsl á mögulega flöskuhálsa getum við hjálpað þér að leysa þá áður en þeir myndast. Það leiðbeinir einnig um hámörkun á flutningsgetu og styttingu biðtíma.
Frá heildar útskiptingu með lágmarksaðlögun byggingar, að sérsniðinni endurnýjun íhluta, tryggjum við hámarks afköst með lágmarkstruflun á meðan á endurnýjunarvinnu stendur.
Afar skilvirk PORT-tækni áfangastaðastýringar setur eina lyftu úr hópi í hvíldarstillingu á lágannatíma með skjótri endurræsingu þegar álagið eykst. Endurnýtanleg orkustýring drifbúnaðar sendir afgangsorku aftur í rafkefið án yfirsveiflutruflunar. Með flokkun úrgangs við uppsetningu búnaðar getum við lagt okkar fram á marktækan hátt til viðskiptavina til að ná vottun grænnar byggingar. Schindler hefur skráð umhverfisyfirlýsingu vöru (EPD) í "Alþjóðlega EPD® kerfið" fyrir allar helstu lyftuvörulínur, og tekið þannig mikilvægt skref áfram við mat á umhverfisframmistöðu vara, og undirstrikað þannig samfellda viðleitni okkar í átt að sjálfbærum lausnum.
Ping An fjármálamiðstöðin hefur 33 Schindler 7000 tveggja hæða lyftuklefa sem eru útbúnir með byltingarkenndri PORT áfangastaðastýringu.
Ping An Finance Center í Shenzhen, China
Sniðið að skrifstofuhúsnæði
Bætið aukaþægindum við, hraðri þjónustu og frekari stýringu við bygginguna með því að útbúa lyftuna með þessum pakka.
Láttu lyfturnar veita aðgengi fyrir farþega með eða án hreyfihömlunar.
Fyrir vandræðalausa flutninga án þess að skemma lyftuna
Með aukinni skemmdarvörn tryggjum við auka sterkleika, endingu og vernd fyrir lyfturnar.
Viltu hámarka hreyfanleika í byggingunni?
Við bjóðum sveigjanlegar, nútímalegar lausnir til að koma í stað núverandi lyftu.